ég er geðveik.
það er formlegt.
ég er búin að skrá mig á einni heimasíðu sem Agony Aunt þar sem ég svara vandamálum hinna og þessa um sambönd vísðvegar um heiminn....
ég er sémsagt búin að sitja fyrir framan tölvuna eftir að ég hætti að læra og ráðleggja fólki um sambönd þeirra sem ég í raun og veru er ekki viss um að sé besta hugmynd í heimi....
great at giving them.....
ég held líka að stundum sé ég oggipons drami...
ég sat með tárin fyrir framan tölvuna áðan að senda mjög dramatískan tölvupóst.
Ég sá fyrir mér að lesandinn myndi ekki geta klárað bréfið og tölvan myndi eyðileggjast vegna vatnsskemmda í formi tára....
(auðvitað var ég ekki að dömpa cyber-kæró)
þetta varð ekki raunin,
ég sat ein heima hjá mér að bíða eftir svari með hnút í maganum og salt bragð á vörunum....
það voru víst engin tár hinumegin við atlantshafið heldur bara nettur leiði... segi svo maður búi ekki til úlfalda úr mýflugu...
ég fór að skoða framhaldsnám....
þar virkilega kemur geðveikin fram.
það er svoldiði irónískt að finna fyrir geðveikis áráttu og þráhyggju hugsunum og vita svo í leiðinni að þær eru ekki rökréttar og hvernig væri hægt að slökkva á þeim en við það virðast þær aðeins verða háværarri, afhverju fokkar hausinn mann stundum svona mikið í manni?
ég veit ekkert hvað ég vil.
það eru hreinar línur.
ég veit heldur ekki hvað ég trúi á.
ég veit ekki lengur skoðanir mínar á ástinni og samböndum; það virðist bara fara eftir því hvenær og hver spyr....
kannski er ég bara of mikið ein..með pælingum...það er pæling....
ég held bara að eitt það versta í þessum heimi sé að vera óörugg og það virðist vera einkar auðvelt á þessu ísskalda skeri og þá sérstaklega hvað varðar hitt kynið.... mér finnst við stelpurnar alltaf vera að beygja okkur fram og fylgja kallinum.
Þó að við gerum það ekki þá hugsum við það samt....
Spá þeir svona í okkur?
Veistu, ég er ekki svo viss.
Var þeim kenndur egócentrískari hugsanaháttur og að framtíðin byggðist á pungnum þeirra en við "stelpurnar" sem erum auðvitað safnarar og mæður í "eðli" okkar eigum bara að passa að hlaupa á eftir þeim með blævæng svo þeir svitni nú ekki á pungsanum sínum...
Mér finnst ég bara alltof oft heyra; já við erum að fara að flytja þangað því að hann er i námi þar...eða fékk vinnu þar....æ ég gat alveg líka farið í skóla þar....kannski hefði verið betra annars staðar en þetta er líka fínt...þó mig langi kannski ekkert svakalega í stjarneðlisfræði....
ég bara skil þetta ekki.
mundu þeir elta okkur? ég bara spyr! mér finnst ég heyra þetta allt í kringum mig...
VIÐ eltum ÞÁ....
kennir samfélagið okkur að karlmenn séu meira virði en við? Búum við í Kína?
í okkar "jafnréttissinnaða" samfélagi tel ég að sé bara ekki nokkurt jafnrétti í samböndum; afhverju erum við ekki jafn egócentrískir og þessir pungar virðast og eru oft a tíðum?
Afhverju ganga okkar langanir ekki fyrir?
Afhverju erum við alltaf að væla yfir því að vilja eyða meiri tíma með þeim en þeir með okkur?
ekki ber svo að skilja að ég sé bitur; alls ekki, ég er bara reið. Þessir hlutir pirra mig.
Þessi eilífa hugsun "sko hann ætlar og því ætla ég...."
Afhverju erum við alltaf tilbúnar að synda Ermasundið fyrir ástina en þeir nenna varla að keyra til manns í rigningu?
ég skil ekki þetta óöryggishugsanaferli....ég næ því ekki.... ég skil ekki þessa endalausu sjensa sem pungarnir fá....
kannski er sannleikurinn bara sá að ég er hrædd.
kannski er það punkturinn yfir i-ið.
ég er ekkert frábrugðin öðrum stelpum og það hræðir mig.
hvað ef ég get ekki haft stjórn á þessum hugsunum sérstaklega í ljósi þess að ég veit að þær eru rangar og ekki á rökum reistar?
já ég held að það sé málið.
ég er hrædd.
hrædd við að vera skotnari í honum en hann í mér og hrædd við að verða særð.
samt alltaf tilbúin að hoppa í djúpu laugina og ganga í gegnum ferlið aft aftur..verðlaunin eru nefnilega stórkostleg...ef maður trúir á þau....
einmitt pirrar mig óendanlega....eða hræðir.....
það er bara svo margt við þetta mál allt saman og samskipti kynjanna sem ég ekki skil!
við erum oft á sitthvorum endanum á hvísluleiknum og það sem upphaflega var sagt kemur úr brenglað og í annarri útgáfu.....
í þessum spælingum fer ég að kúra og hugsa um allt fólkið sem ráð mín kunnu að bæta líf þeirra...
góðanótt
siggadögg
-sem ráðlagði konu hvernig ætti að takast á við klámsörf mannsins síns-
miðvikudagur, október 26
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
í framhaldi af þessu væli vil ég benda fólki á baksíðu Fréttblaðsins í dag og greinina hans Jón Gnarr...
Kannski tek ég punga umræðuna tilbaka sem snýst samt aðalega um geðveiluna hjá okkur stelpum en ekki að karlmenn séu fífl, bara hafa það a hreinu. Pungsarnir eru fínir til síns brúks ef maður kann að beita þeim rétt.
ok...giving people advice bíddu bíddu bíddu - allt að gerast bara og Sigga orðin starfandi netsálfræðingur eða??? klikkhausinn minn...já - pælingar þínar alveg all over the place - þarft bara að koma aftur til Köben held ég:) ps. hitti cyber kæró þinn í gær! farðu í göngutúr að hreinsa hausinn og hættu að lesa í 2 daga;) heyrumst soon....
Vala - sem er búin að eyðileggja allar sínar taugar vegna endurtekinna áfalla og vantar enn nýtt sett í afmæligjöf!
vala mín, ég er búin að jafna mig... þurfti bara svefn..og te..og mat :)
ég er að spá í að henda þessari færslu en ætla að leyfa henni að vera... til að minna mig á snap snap köst :)
Skrifa ummæli